Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 21. janúar 2020 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Man Utd til í að opna veskið vel fyrir 16 ára gamlan strák
Manchester United er tilbúið að borga meira en 30 milljónir punda fyrir hinn 16 ára gamla Jude Bellingham. Sky Sports segist geta staðfest þessi tíðindi í kvöld.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 26 leiki í öllum keppnum með Birmingham á tímabilinu. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í kvöld, en hann hefur byrjað 18 deildarleiki í Championship á tímabilinu.

The Sun sagði frá því í kvöld að United væri búið að bjóða meira en 30 milljónir punda í miðjumanninn, en Sky Sports segir að félagið sé tilbúið að borga það fyrir hann.

Bellingham hefur einnig vakið áhuga Barcelona, Bayern München, Borussia Dortmund og Liverpool.

Fyrr á þessu tímabili varð Bellingham yngsti leikmaðurinn í sögu Birmingham.
Athugasemdir
banner