Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 21. janúar 2022 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche vill betri leikmenn - Sagðir hafa boðið í Azmoun
Sean Dyche, stjóri Burnley, gerði lítið úr sögusögnum um að Burnley vilji fá Andy Carroll frá Reading. Carroll hefur verið orðaður við félagið að undanförnu eftir brotthvarf Chris Wood.

„Við verðum að fá leikmenn sem geta haft jákvæð áhrif á hópinn," sagði Dyche.

Burnley var í dag orðað við Sardar Azmoun, sóknarmann Zenit í Rússlandi. Samkvæmt heimildum Sky Sports News hefur Burnley boðið tíu milljónir punda í íranska framherjann.

Samningur Azmoun við Zenit rennur út í sumar og eru AC Milan, Bayer Leverkusen og Lyon einnig með augastað á honum.

Azmoun er 27 ára gamall og hefur skorað sextíu mörk í 104 leikjum fyrir Zenit og 39 mörk í sextíu landsleikjum fyrir Íran.

„Við þurfum að fá inn leikmenn sem geta haft áhrif á hópinn á jákvæðan hátt. Við þurfum að fá inn leikmenn sem styrkja liðið, annars er lítill tilgangur í því að fá þá," sagði Dyche.

Burnley er í botnsæti deildarinnar og á framundan leik gegn Arsenal á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner