Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Þrír framlengja við KFA
Úr leik KFA og Magna á síðasta ári
Úr leik KFA og Magna á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Bernharð Hallgrímsson, William Suarez Marques og Danny El-Hage hafa allir framlengt samninga sína við KFA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ólafur Bernharð er fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði en hann á 43 leiki að baki fyrir KFA í deild- og bikar. Samningur hans gildir til 2024.

William kom til félagsins fyrir síðasta tímabil og spilaði 19 leiki með liðinu í 2. deildinni en hann skrifaði undir samning út næsta tímabil.

Danny El-Hage gerir sömuleiðis samning út næsta tímabil en hann kom til Leiknis og hefur spilað 36 leiki í deild- og bikar með bæði Leikni og KFA.

KFA rétt náði að bjarga sér frá falli í 2. deildinni á síðasta tímabili en liðið hafnaði í 10. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá liðunum sem féllu.
Athugasemdir
banner