Tvö mörk frá Darwin Nunez í uppbótartíma færðu Liverpool sigur gegn Brentford. Arsenal tapaði niður tveggja marka forystu og gerði jafntefli gegn Aston Villa. Troy Deeney hefur valið úrvalslið umferðarinnar fyrir BBC.
Markvörður: Ederson (Manchester City) - City vann Ipswich 6-0. Ederson hafði ekki mjög mikið að gera en hann hélt hreinu og þurfti á því að halda eftir erfitt tímabil.
Varnarmaður: Matty Cash (Aston Villa) - Pólverjinn geðþekki átti flottan leik gegn Arsenal og lagði upp jöfnunarmark Ollie Watkins með hágæða fyrirgjöf.
Varnarmaður: Chris Richards (Crystal Palace) - Þurfti að stíga upp eftir að Chelsea kallaði Trevoh Chalobah til baka og hann gerði það. Palace vann 2-0 útisigur gegn West Ham.
Varnarmaður: Joachim Andersen (Fulham) - Flottur í sigri gegn Leicester. Ég skil ekki að Palace hafi leyft honum að fara.
Varnarmaður: Milos Kerkez (Bournemouth) - Skoraði í sigrinum gegn Newcastle. Frábær sóknarlega og varnarlega. Sé Bournemouth ekki geta haldið ungverska landsliðsmanninum.
Miðjumaður: Dominik Szoboszlai (Liverpool) - Virkilega góður gegn Brentford og var óheppinn að skora ekki nokkur mörk!
Sóknarmaður: Justin Kluivert (Bournemouth) - Geggjuð þrenna gegn Newcastle. Hollendingurinn lék á als oddi.
Sóknarmaður: Phil Foden (Manchester City) - Sjóðheitur um þessar mundir. Tvö mörk og stoðsending í 6-0 sigrinum gegn Ipswich.
Sóknarmaður: Iliman Ndiaye (Everton) - Magnaður í sigri gegn Tottenham og naut sín vel. Skoraði eitt af mörkunum þremur sem hans lið gerði í 3-2 sigri.
Stjórinn: Enzo Maresca (Chelsea) - Eftir köflótta frammistöðu að undanförnu vann Chelsea kærkominn sigur gegn Úlfunum í gær.
Athugasemdir