Tvö mörk frá Darwin Nunez í uppbótartíma færðu Liverpool sigur gegn Brentford. Arsenal tapaði niður tveggja marka forystu og gerði jafntefli gegn Aston Villa. Troy Deeney hefur valið úrvalslið umferðarinnar fyrir BBC.
Markvörður: Ederson (Manchester City) - City vann Ipswich 6-0. Ederson hafði ekki mjög mikið að gera en hann hélt hreinu og þurfti á því að halda eftir erfitt tímabil.
Sóknarmaður: Phil Foden (Manchester City) - Sjóðheitur um þessar mundir. Tvö mörk og stoðsending í 6-0 sigrinum gegn Ipswich.
Stjórinn: Enzo Maresca (Chelsea) - Eftir köflótta frammistöðu að undanförnu vann Chelsea kærkominn sigur gegn Úlfunum í gær.
Athugasemdir