Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 08:49
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Atletico Madrid ósáttir við Klopp
Powerade
Klopp var ekki sáttur eftir tapið í Madrid.
Klopp var ekki sáttur eftir tapið í Madrid.
Mynd: Getty Images
Milan Skriniar.
Milan Skriniar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. Skoðum helsta slúðrið!



Leikmenn Atletico Madrid voru ósáttir við kvartanir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir leik liðanna í vikunni. Leikmenn Atletico Madrid telja að Þjóðverjinn eigi að einbeita sér meira að eigin liði. (ESPN)

Manchester City og Barcelona þurfa að greiða 75 milljónir punda til að fá Milan Skriniar (25) varnarmann Inter í sumar. (Calciomercato)

Arsenal er að íhuga að borga 34 milljóna punda riftunarverð í samningi Jonathan Tah (24) hjá Bayer Leverkusen. (Bild)

Marcos Alonso (29) bakvörður Chelsea er ennþá á óskalista Inter. (Calciomercato)

Wilian (31), leikmaður Chelsea, verður samningslaus í sumar en hann segist ekki hafa áætlanir um að flytja frá London. (Mail)

Inter er að reyna að fá varnarmanninn Marash Kumbulla (20) frá Verona en hann hefur verið orðaður við Inter. (Inside Futbol)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vildi fá Christian Eriksen (28) frá Tottenham áður en Daninn samdi við Inter í síðasta mánuði. (Manchester Evening News)

Juventus og Inter hafa áhuga á Emerson Palmieri (25) bakveði Chelsea. (Goal.com)

Andreas Christensen (23) varnarmaður Chelsea, verður klár gegn Tottenham á morgun. Christensen nefbrotnaði gegn Manchester United á mánudaginn en hann fór til Ítalíu til að fá sérstaka grímu til að spila með á morgun. (The Athletic)

Manchester United telur of dýrt að fá miðjumanninn Kai Corbett (17) frá Bristol City en hann var á reynslu hjá félaginu á dögunum. (Bristol Post)

Christian Frutchl (20) markvörður Bayern Munchen segist hafa hafnað Liverpool í fyrra. (Mirror)

Robin van Perise, fyrrum framherji Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að stýra liðinu til sigurs í Evrópudeildinni og spila góðan fótbolta. Hann segir að sigur United í Evrópudeildinni undir stjórn Mourinho hafi ekki verið nægilega góður út af leikstílnum. (Sun)

David Luiz (32) varnarmaður Arsenal, telur að félagið hafi nægilega mikil gæði í hópnum til að vinna Evrópudeildina. (Evening Standard)

Manchester City hefur ekki náð að selja dýrustu miðana fyrir úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Aston Villa 1. mars. (Telegraph)

Arsenal ætlar að senda njósnara sína til að skoða miðjumanninn Bryan Cristante (24) hjá Roma. (Mail)

Manchester City ætlar ekki að selja neina leikmenn þrátt fyrir bannið frá Meistaradeildinni. (Mail)

Southampton vonast til að fá Adam Lallana (31) aftur í sínar raðir frá Liverpool í sumar. (Express)
Athugasemdir
banner
banner