Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 21. mars 2021 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórsigrar hjá Alexöndru, Berglindi og Cecilíu í bikarkeppni
Alexandra er komin í undanúrslit í þýska bikarnum.
Alexandra er komin í undanúrslit í þýska bikarnum.
Mynd: Eintracht Frankfurt
Íslendingalið unnu stórsigra í bikarkeppnum í Svíþjóð og Þýskalandi á þessum sunnudegi.

Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður eftir rúman klukkutíma þegar Eintracht Frankfurt vann 1-7 útisigur gegn Andernach.

Þessi leikur var í átta-liða úrslitunum og er Frankfurt því komið í undanúrslitin.

Í Svíþjóð vann Örebro, sem er núna með tvo Íslendinga í sínum röðum, stórsigur á Sundsvall á útivelli. Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði á miðjunni hjá Örebro en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á bekknum. Þær voru báðar í Fylki á síðustu leiktíð.

Örebro er með þrjú stig eftir tvo leiki en það er leikið í riðlum til að byrja með í bikarkeppninni í Svíþjóð. Efsta lið hvers riðils fer svo í undanúrslit. Örebro er í öðru sæti í sínum riðli en Eskilstuna er á toppnum með sex stig. Örebro tapaði í fyrsta leik sínum á móti Hammarby.


Athugasemdir
banner
banner
banner