Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   sun 21. mars 2021 16:35
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen steinlá í Berlín
Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í þýsku deildinni og litu nokkuð óvænt úrslit dagsins ljós þar sem fallbaráttulið Mainz og Hertha Berlin unnu sína leiki.

Mainz lagði Hoffenheim að velli í fyrri leik dagsins þökk sé mörkum frá Robert Glatzel og Dominik Kohr.

Hertha Berlin tók svo á móti Bayer Leverkusen í seinni leiknum, kom öllum að óvörum og gjörsamlega rúllaði yfir gestina.

Það var aðeins eitt lið á vellinum og hefðu heimamenn hæglega getað bætt fleiri mörkum við. Lokatölur urðu 3-0 þar sem öll mörkin skoruð á fyrsta hálftímanum.

Dodi Lukebakio lagði tvö mörk upp og kom knettinum sjálfur í netið í síðari hálfleik en markið ekki dæmt gilt. Matteo Guendouzi átti eina stoðsendingu í sigrinum.

Mainz og Hertha eru einu stigi fyrir ofan fallsvæðið sem stendur, með 24 stig eftir 26 leiki. Leverkusen og Hoffenheim hafa verið að spila undir getu, Leverkusen er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti á meðan Hoffenheim er í neðri hlutanum.

Hoffenheim 1 - 2 Mainz
0-1 Robert Glatzel ('1 )
1-1 Ihlas Bebou ('39 )
1-2 Dominik Kohr ('41 )

Hertha 3 - 0 Bayer
1-0 Deyovaisio Zeefuik ('4 )
2-0 Matheus Cunha ('26 )
3-0 Jhon Cordoba ('33 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 18 11 3 4 38 22 +16 36
4 Stuttgart 19 11 3 5 36 26 +10 36
5 RB Leipzig 18 11 2 5 36 24 +12 35
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Freiburg 19 7 6 6 31 32 -1 27
8 Eintracht Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 30 -6 24
10 Köln 19 5 5 9 28 32 -4 20
11 Gladbach 19 5 5 9 23 32 -9 20
12 Wolfsburg 19 5 4 10 28 41 -13 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 18 4 6 8 21 35 -14 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner
banner