Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   þri 21. mars 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Búið að draga stig af Wigan

Wigan er í miklum vandræðum í Championship deildinni en enska fótboltasambandið hefur dregið þrjú stig af liðinu þar sem félagið gat ekki borgað leikmönnum og öðru starfsfólki laun á réttum tíma.


Þetta er í fjórða sinn sem félagið borgar launin seint en nú rúmri viku síðar hefur greiðsla ekki enn borist starfsfólki félagsins.

Félagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum í nokkur ár en 12 stig voru dregin af liðinu fyrir þremur árum þegar félagið var lýst gjaldþrota.

Svo gæti farið að fleiri stig verða dregin af liðinu en það mun ekki taka gildi fyrr en á næsta tímabili.

Liðið er nú á botni Championship deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir og er liðið átta stigum frá öruggu sæti og búið að spila leik meira en mörg lið í botnbaráttunni.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir