Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 21. apríl 2021 11:31
Magnús Már Einarsson
AC Milan dregur sig út - Þrjú félög eftir
AC Milan hefur bæst í hóp þeirra félaga sem hafa dregið sig úr fyrirhugaðri Ofurdeild.

Ljóst er að Ofurdeildin mun ekki líta dagsins ljós en hins vegar hafa Real Madrid, Barcelona og Juventus ekki formlega greint frá því að þau séu hætt við þátttöku.

„Raddir og áhyggjur stuðningsmanna um allan heim vegna Ofurdeildarinnar hafa verið mjög augljós," sagði í yfirlýsingu AC Milan í dag.

„Okkar félag þarf að fylgjast með skoðunum þeirra sem elska þessa íþrótt."
Athugasemdir
banner