Víkingur R. 4 - 1 Breiðablik
1-0 Ari Sigurpálsson ('18 )
2-0 Nikolaj Andreas Hansen ('20 )
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('37 )
3-1 Danijel Dejan Djuric ('76 )
4-1 Ari Sigurpálsson ('78 )
Lestu um leikinn
Víkingar fóru ansi illa með Blika þegar liðin áttust við í erkifjendaslag í Víkinni í kvöld.
Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og vildu fá víti snemma leiks en ekkert var dæmt. Stuttu síðar átti Viktor Örn Mageirsson hörku skot en boltinn fór rétt framhjá.
Víkingar unnu sig inn í leikinn og eftir tæplega tuttugu mínútna leik braut Ari Sigurpálsson ísinn þegar hann kláraði færið vel eftir sendingu frá Danijel Dejan Djuric.
Nikolaj Hansen bætti öðru markinu við stuttu síðar með skalla.
Kristófer Ingi Kristinsson minnkaði muninn fyrir Blika áður en flautað var til leiksloka en skot Damirs Muminovic fór af Kristófer og í netið.
Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og Viktor Örn var nálægt því að jafna metin þegar hann átti skot af stuttu færi en Ingvar Jónsson í marki Vikinga gerði hrikalega vel að verja.
Þá var Jason Daði Svanþórsson nálægt því að jafna metin þegar hann átti skot úr þröngu færi en Gunnar Vatnhamar tókst að bjarga á línu.
Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Eftir harða atlögu Blika tókst Víkingum að gera út um leikinn.
Danijel Dejan skoraði þriðja mark Víkinga og Ari bætti fjórða marki liðsins og öðru marki sínu við strax í kjölfarið og gulltryggði Íslandsmeisturunum sigur í þessum erkifjendaslag.