Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 21. apríl 2025 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Tottenham og Forest: Markverðirnir gerðu gæfumuninn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir 1-2 sigur Nottingham Forest gegn Tottenham Hotspur í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn Elliot Anderson er valinn sem besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn og eru þrír liðsfélagar hans sem fá sömu einkunn.

Það kemur engum á óvart að markvörðurinn Matz Sels er meðal þeirra eftir magnaðar markvörslur í dag, en Harry Toffolo og Chris Wood fá einnig áttur fyrir sitt framlag.

Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, var aftur á móti versti maður vallarins. Hann átti líklega að verja marktilraunina frá Anderson sem endaði í netinu og svo fór hann í slæmt skógarhlaup til að leyfa Wood að tvöfalda forystuna skömmu síðar.

Tottenham sótti stíft en tókst ekki að skora fyrr en á lokamínútunum þegar Richarlison skallaði boltann í netið. Richarlison var hættulegur í kvöld og var besti leikmaður Tottenham í leiknum, með 8 í einkunn.

Tottenham: Vicario (4), Porro (7), Romero (6), Van de Ven (6), Spence (7), Sarr (7), Bentancur (7), Kulusevski (7), Odobert (7), Richarlison (8), Tel (7).
Varamenn: Danso (7), Davies (6), Johnson (6), Solanke (6), Bergvall (6).

Nott Forest: Sels (8), Williams (7), Milenkovic (7), Murillo (7), Toffolo (8), Anderson (8), Dominguez (7), Danilo (7), Gibbs-White (7), Elanga (7), Wood (8).
Varamenn: Morato (7), Hudson-Odoi (6), Yates (7), Awoniyi (6)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner