Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 21. maí 2017 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Vorum eins og lið í dag
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 3-2 sigur liðsins á Víkingum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Blika í mótinu.

Blikar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld en bæði misstu þjálfara sína á dögunum.

Arnar Grétarsson var rekinn frá Breiðablik á dögunum og þá hætti Milos Milojevic með Víkinga á föstudaginn.

Það hefur ekkert gengið í sóknarleik Blika á tímabilinu en það var þó breyting á því í kvöld.

„Þetta var alveg stórkostlegt. Uppleggið var að spila okkar leik eins og við höfum reynt að gera, það var góður andi í þessu öllu núna og náðum að berjast fyrir hvorn annan og gerðum flott mörk," sagði Sigurður.

„Þetta er náttúrlega sama lið en þetta hefur batnað hjá okkur. menn eru að fá sjálfstraust og með kassann út í loftið. Við vorum eins og lið í dag, börðumst saman og það vantaði fyrst."

Blikar skoruðu tvö mörk úr föstum leikatriðum en fengu líka á sig mörk úr þeim.

„Við fengum á okkur líka mörk úr þeim og þurfum að laga það en jú við skoruðum. Frábært spil i fyrsta markinu, virkilega flott."

Milos hætti með Víking á föstudaginn en Sigurður telur það ekki hafa mikil áhrif á leikinn.

„Það voru sömu leikmenn að spila, þeir eru jafngóðir og á föstudaginn. Þetta eru bæði frábær lið og þessi þjálfari eða einhver annar, auðvitað vigtar það eitthvað en það ræður ekki úrslitum."

Sigurður veit ekki hvort hann haldi áfram með Blikaliðið.

„Ég ræði við þá á eftir eða í fyrramálið. Planið var að klára þennan leik og hann er búinn. Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég stýri liðinu út tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner