Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   sun 21. maí 2017 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Vorum eins og lið í dag
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 3-2 sigur liðsins á Víkingum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Blika í mótinu.

Blikar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld en bæði misstu þjálfara sína á dögunum.

Arnar Grétarsson var rekinn frá Breiðablik á dögunum og þá hætti Milos Milojevic með Víkinga á föstudaginn.

Það hefur ekkert gengið í sóknarleik Blika á tímabilinu en það var þó breyting á því í kvöld.

„Þetta var alveg stórkostlegt. Uppleggið var að spila okkar leik eins og við höfum reynt að gera, það var góður andi í þessu öllu núna og náðum að berjast fyrir hvorn annan og gerðum flott mörk," sagði Sigurður.

„Þetta er náttúrlega sama lið en þetta hefur batnað hjá okkur. menn eru að fá sjálfstraust og með kassann út í loftið. Við vorum eins og lið í dag, börðumst saman og það vantaði fyrst."

Blikar skoruðu tvö mörk úr föstum leikatriðum en fengu líka á sig mörk úr þeim.

„Við fengum á okkur líka mörk úr þeim og þurfum að laga það en jú við skoruðum. Frábært spil i fyrsta markinu, virkilega flott."

Milos hætti með Víking á föstudaginn en Sigurður telur það ekki hafa mikil áhrif á leikinn.

„Það voru sömu leikmenn að spila, þeir eru jafngóðir og á föstudaginn. Þetta eru bæði frábær lið og þessi þjálfari eða einhver annar, auðvitað vigtar það eitthvað en það ræður ekki úrslitum."

Sigurður veit ekki hvort hann haldi áfram með Blikaliðið.

„Ég ræði við þá á eftir eða í fyrramálið. Planið var að klára þennan leik og hann er búinn. Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég stýri liðinu út tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner