Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2020 09:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Úff hvað Emil Hallfreðsson er góður í fótbolta"
Emil í leik með FH á undirbúningstímabilinu.
Emil í leik með FH á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var spurður út í miðjumanninn Emil Hallfreðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Emil hefur verið að æfa með FH-ingum í vetur og hann útilokar ekki að spila með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hinn 35 ára gamli Emil er samningsbundinn Padova í C-deildinni á Ítalíu, en hann gæti komið á láni hjá FH á meðan hlé er á keppni á Ítalíu.

„Úff, hvað hann er góður í fótbolta," sagði Ólafur. „Hann er ekki kominn, við þurfum að sjá hvað gerist með hans mál á Ítalíu. Emil Hallfreðsson er með gríðarlega gæði og bara það að hann sé að æfa með okkur lyftir æfingunum upp."

„Það er unun að fylgjast með honum."

Emil, sem á að baki 71 A-landsleik, lék síðast með FH árið 2004 þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Athugasemdir
banner
banner