Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 21. maí 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Chiellini á leið til Bandaríkjanna?
La Gazzetta dello Sport segir að Andrea Agnelli, forseti Juventus, hafi hitt Giorgio Chiellini í gær og þeir farið yfir málin. Talið er að varnarmaðurinn reynslumikli gæti verið á leið í bandarísku MLS-deildina.

Chiellini ku ekki vilja spila fyrir annað félag á Ítalíu og hefur áhuga á því að fara til Bandaríkjanna.

Fréttinni fylgir ekki hvaða félagslið í Bandaríkjunum eru líkleg en Chiellini er 36 ára og samningur hans við Juventus er að renna út.

Chiellini hefur níu sinnum orðið Ítalíumeistari og fimm sinnum bikarmeistari.
Athugasemdir