Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
41 árs gamall Morten Gamst væri til að spila fyrir Wrexham
Norska goðsögnin Morten Gamst Pedersen segist opinn fyrir því að spila fyrir Wrexham í ensku D-deildinni á næsta tímabili.

Morten Gamst, sem er 41 árs gamall, er goðsögn hjá Blackburn Rovers.

Hann lék með liðinu í níu ár og þar af átta í ensku úrvalsdeildinni en hann gerði 34 mörk í úrvalsdeildinni.

Norðmaðurinn er í dag á mála hjá Ranheim í norsku B-deildinni en er opinn fyrir því að fara í Hollywood-ævintýrið hjá Wrexham.

Wrexham, sem er í eigu Ryan Reynolds og Rob McElhenney, tryggði sæti sitt í D-deildina undir lok tímabilsins.

„Já, ég væri vel til í það. Af hverju ekki? Ef þú 'taggar' mig í færslu á samfélagsmiðlum og Ryan Reynolds myndi lesa þetta þá gætum við hisst,“ sagði Pedersen.

„Ég spila meira á miðsvæðinu í dag. Get spilað þar og sem tía. Ég get líka spilað á vængnum þannig ef þú færð bakvörð er hrifinn af því að taka hlaupin þá væri það fullkomið,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner