Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 21. maí 2023 10:40
Aksentije Milisic
Alvarez tveimur leikjum frá sögulegu afreki
Mynd: Getty Images

Julian Alvarez, sóknarmaður Manchester City, varð heimsmeistari með Argentínu í desember mánuði á síðasta ári.


Í gær varð hann svo Englandsmeistari með Manchester City en tap Arsenal gegn Nottingham Forest þýddi það að Man City gat leyft sér að fagna fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Liðið mætir Chelsea síðar í dag á Etihad vellinum.

Alvarez er nú einungis tveimur leikjum frá sögulegu og hreint út sagt ótrúlegu afreki. Þessi 23 ára gamli leikmaður getur orðið sá fyrsti í sögunni til þess að verða heimsmeistari og vinna þrennuna með félagsliði sínu á sama tímabilinu.

Manchester City mætir grönnum sínum í Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley í byrjun júní og eftir þann leik fer liðið til Istanbul og mætir Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Góður möguleiki á þrennunni hjá Alvarez og Man City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner