Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 12:25
Aksentije Milisic
Arsenal verið lengst á toppnum án þess að verða meistarar

Manchester City varð enskur meistari þriðja árið í röð í gær þegar Arsenal tapaði gegn Nottingham Forest á útivelli.


1-0 sigur hjá nýliðunum þýddi að Arsenal getur ekki lengur náð Man City en meistararnir fá Chelsea í heimsókn á Etihad vellinum í dag. Það er enn raunhæfur möguleiki fyrir Pep Guardiola að vinna þrennuna þetta tímabilið.

Arsenal hafði verið í fyrsta sæti deildarinnar mestmegnis eða 248 daga og hefur liðið setið lengst í efsta sæti deildarinnar í sögu Englands á eina og sama tímabilinu án þess að ná að klára dæmið og lyfta þeim stóra.

Mikel Arteta og lærisveinar hans hafa tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og einungis tekist að vinna tvo af síðustu átta. Þá tapaði liðið báðum leikjunum gegn Man City innbyrðis og féll úr leik í enska bikarnum gegn City.

Arsenal er hins vegar aftur mætt í stærstu keppni heims, Meistaradeild Evrópu en Newcastle United og Manchester United vantar eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til að gulltryggja sætið sitt þar.





Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner