Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. maí 2023 16:25
Aksentije Milisic
Bruno við Garnacho: Ég var að spila í Serie B á þínum aldri
Mynd: EPA

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur komið öflugur inn í lið Manchester United á þessu tímabili en Garnacho er einungis 18 ára gamall.


Kappinn var verðlaunaður með nýjum samningi á dögunum og hann fagnaði honum með því að snúa til baka eftir meiðsli og gulltryggja sigur Man Utd á Wolves um síðustu helgi. Þar kom Garnacho inn af bekknum eins og hann hefur oft gert á þessari leiktíð.

Argentínumaðurinn er hungraður í að fá fleiri byrjunarliðsleiki hjá United en varafyrirliði liðsins, Bruno Fernandes, hefur sagt honum að anda rólega og vera þolinmóður.

„Það er rétt, hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliðinu en ég segi við hann: „Ég var að spila í Serie B þegar ég var á þínum aldri og þú ert hjá Manchester United, einu af bestu liðum í ensku úrvalsdeildinni, það þýðir nú þegar að þú hefur eitthvað sérstakt.”

„Við sáum gæðin hjá honum þegar hann var að spila með unglingaliðinu. Hann er leikmaður sem mætti í aðalliðið á þessari leiktíð og skoraði mikilvæg mörk.”

Manchester United vann gífurlega mikilvægan útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær og er liðið nú einu stigi frá því að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Garnacho kom inn á fyrir Jadon Sancho í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner