Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 21. maí 2023 14:05
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Chelsea: Stærstu byssurnar á bekknum hjá meisturunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Englandsmeistararnir mæta til leiks klukkan 15 en þá kemur Chelsea í heimsókn á Etihad völlinn og tekur á móti Manchester City.


Búist er við því að Chelsea muni standa heiðursvörð fyrir Man City en liðið varð Englandsmeistari þriðja árið í röð í gær þegar Arsenal tapaði gegn Nottingham Forest. Magnað gengi Man City upp á síðkastið á meðan Arsenal gaf mikið eftir þýðir að Pep Guardiola og lærisveinar hans eru búnir að landa þeim stóra aftur.

Chelsea siglir lignan sjó um miðja deild en tímabilið hjá félaginu hefur verið gífurlega mikil vonbrigði eins og flestir vita.

Pep Guardiola gerir alls níu breytingar á sínu liði en Kyle Walker og Manuel Akanji eru þeir einu sem halda sæti sínu. Menn á borð við Erling Haaland, Kevin De Bruyne, Ederson, Ilkay Gundogan, Rodri og Jack Grealish svo eitthvað sé nefnt.

Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, gerir fimm breytingar á sínu liði. Kepa Arrizabalaga, Wesley Fofana, Cesar Azpilicueta, Ruben Loftus-Cheek og Kai Havertz koma inn fyrir þá Edouard Mendy, Benoit Badiashile, Mateo Kovacic, Noni Madueke og Joao Felix.

Man City: Ortega, Walker, Akanji, Laporte, Gomez, Lewis, Phillips, Mahrez, Foden, Palmer, Alvarez.
(Varamenn: Ederson, Dias, Stones, Gundogan, Haaland, Grealish, Rodri, De Bruyne, B Silva.)

Chelsea: Arrizabalaga, Azpilicueta, W Fofana, T Silva, Chalobah, Hall, Gallagher, Fernandez, Loftus-Cheek, Sterling, Havertz.
(Varamenn: Mendy, Pulisic, Koulibaly, D Fofana, Mudryk, Joao Felix, Madueke, Chukwuemeka, Ziyech.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner