Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 21. maí 2023 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Dagný og Ingibjörg á skotskónum - Diljá lagði upp í tapi
Dagný gerði sjötta deildarmark sitt
Dagný gerði sjötta deildarmark sitt
Mynd: Getty Images
Ingibjörg gerði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu
Ingibjörg gerði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var eins og svo oft áður á skotskónum með West Ham í 2-1 sigri á Leicester í WSL-deildinni á Englandi í dag.

Dagný, sem er fyrirliði West Ham, gerði mark sitt úr vítaspyrnu á 60. mínútu en þetta var sjötta deildarmark hennar á tímabilinu.

Hún lék allan leikinn fyrir liðið sem er í 8. sæti með 20 stig.

Sveindís Jane Jónsdóttir, frænka Dagnýjar, kom þá við sögu á 69. mínútu er Wolfsburg vann Meppen, 3-2, í næst síðustu umferð þýsku deildarinnar.

Með sigrinum er Wolfsburg tveimur stigum á eftir Bayern München fyrir lokaumferðina.

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard sem tapaði fyrir Twente, 4-0, í undanúrslitum hollenska bikarsins. Fyrri leiknum lauk með 5-0 sigri Twente og eru þær Hildur og María úr leik.

Heiðdís Lillýardóttir var í byrjunarliði Basel sem vann 2-0 sigur á Luzern í umspili um 5. sæti svissnesku deildarinnar. Síðari leikurinn fer fram á laugardaginn.

Diljá Ýr Zomers lagði þá upp mark Norrköping í 2-1 tapi gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni. Hún lagði upp markið og fór síðan af velli stuttu síðar. Norrköping er 9. sæti með 7 stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum í 2-0 sigri Vålerenga á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Ingibjörg gerði fyrra mark liðsins á 26. mínútu. Þetta var fyrsta deildarmark hennar á tímabilinu en liðið er í efsta sæti með 29 stig eftir ellefu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner