Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 11:20
Aksentije Milisic
De Gea: Ég hef spilað mjög vel á þessu tímabili

David De Gea, markvörður Manchester United, vann gullhanskann í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann hefur haldið markinu hreinu alls sautján sinnum.


Man Utd vann 0-1 útisigur á Bournemouth í gær og kom sér í frábæra stöðu en liðið þarf nú einungis eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni til að tryggja veru sína í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

De Gea átti flotta vörslu í gær seint í leiknum og sá til þess að gulltryggja stigin þrjú. Hann er hins vegar ekki allra en margir stuðningsmenn Man Utd vilja fá nýjan markvörð í sumar.

„Gullhanskinn? Það þýðir að liðið og ég sjálfur höfum staðið okkur vel. Við höfum verið góðir allt tímabilið. Mér finnst ég hafa spilað mjög vel á þessu tímabili og hjálpað liðinu eins mikið og ég gat,” sagði Spánverjinn.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var spurður út í De Gea eftir leikinn.

„Hann gerði mistök fyrir nokkrum vikum en það gera allir mistök. Við verjumst með ellefu leikmenn, þess vegna höfum við haldið hreinu svona oft. David varði nokkrum sinnum frábærlega.”

United mætir Chelsea á fimmtudaginn kemur á Old Trafford og svo fær liðið Fulham í heimsókn í lokaumferðinni.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner