Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 15:00
Aksentije Milisic
England: Brighton öruggt með Evrópusæti

Brighton 3 - 1 Southampton
1-0 Evan Ferguson ('29 )
2-0 Evan Ferguson ('40 )
2-1 Mohamed Elyounoussi ('58 )
3-1 Pascal Gross ('69 )


Brighton og fallið lið Southampton áttust við í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í dag vann West Ham 3-1 sigur á Leeds United.

Brighton var að berjast um Evrópusæti en það var einungis stoltið undir hjá föllnu liði Southampton. Brighton hóf leikinn af krafti og var tveimur mörkum yfir í hálfleik þar sem hinn ungi og þrælefnilegi Evan Ferguson gerði bæði mörkin. Alexis Mac Allister og Kaoru Mitom lögðu upp mörkin fyrir kappann.

Mohamed Elyounoussi lagaði stöðuna þegar um hálftími var eftir af leiknum en Pascal Gross sá um að gulltryggja sigurinn fyrir Brighton þegar það voru um tuttugu mínútur eftir af leiknum.

Eftir þennan sigur er Brighton nú með 61 stig í sjötta sæti deildarinnar, þremur stigum meira en Aston Villa og er Brighton með miklu betri markatölu. Brighton á þá einn leik til góða á bæði Villa og Liverpool.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner