Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 16:55
Aksentije Milisic
England: Partí á Etihad þegar Man City lagði Chelsea
Það var partí á Etihad vellinum í dag.
Það var partí á Etihad vellinum í dag.
Mynd: EPA
Julian Alvarez elskar að skora gegn Chelsea.
Julian Alvarez elskar að skora gegn Chelsea.
Mynd: EPA

Manchester City 1-0 Chelsea
1-0 Julian Alvarez ('12)

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Englandsmeistara Manchester City og Chelsea á Etihad vellinum í Manchester borg.


Man City varð ensku meistari í gær og því var stemningin mjög góð á Etihad vellinum í dag eins og gefur að skilja. Pep Guardiola gerði alls níu breytingar á liðinu sem valtaði yfir Real Madrid en mörg stór nöfn voru á bekknum hjá meisturunum.

City stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleiknum en Chelsea átti sín færi þrátt fyrir það. Argentínumaðurinn Julian Alvarez skoraði sitt sautjándasta mark á tímabilinu á 12. mínútu en hann kláraði þá færið sitt vel eftir góða sendingu frá Cole Palmer.

Chelsea gat jafnaði leikinn en Connor Gallagher átti þá skalla í stöngina auk þess að liðið átti önnur hálffæri. Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Kalvin Phillips var nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Man City snemma í síðari hálfleiknum en hann skallaði þá boltann í tréverkið eftir aukaspyrnu. Chelsea brunaði þá í sókn og komst í fínt færi en inn vildi boltinn ekki.

Á 64. mínútu fékk Raheem Sterling dauðafæri til að jafna fyrir Chelsea John Stones bjargaði þá á marklínu. Í kjölfarið var flögguð rangstaða en það var hins vegar mjög tæpt hvort Sterling hafi verið fyrir innan eða ekki.

Alvarez skoraði aftur þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka en hendi var dæmd á Riyad Mahrez í aðdragandanum og markið því réttilega dæmt af. Í kjölfarið var Mahrez tekinn af velli fyrir markahrókinn Erling Haaland. Norðmaðurinn var nálægt því að leggja upp mark með sinni fyrstu snertingu í leiknum en allt kom fyrir ekki.

Leikurinn rann hægt og rólega út og enn einn sigurinn hjá Manchester City staðreynd. Chelsea er í tólfta sæti deildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner