„Hundfúll. Þetta er þungt högg í magann, það er óskiljanlegt hvernig við náum ekki að skora í þessum leik. Það er ótrúlegt og ef maður skorar ekki þá vinnur maður ekki fótboltaleiki," sagði Vigfús Arnar Jósepsson, þjálfari Leiknis eftir tapleikinn gegn Þór á Akureyri í gær.
Lestu um leikinn hér.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 0 Leiknir R.
Þór sló Leikni út í Mjólkurbikarnum fyrr í vikunni og mætust liðin aftur í gær á Þórsvellinum í deildarkeppninni. Þór vann aftur en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna en eins og Vigfús nefnir í viðtalinu þá getur Leiknir sjálfum sér um kennt. Liðið fékk nokkur dauðafæri til að skora.
„Við vorum með fín tök á leiknum og áttum góðan kafla í fyrri hálfleik þar sem við náðum að þrýsta á þá og ,pinna' þá niður á teig. Þeir reyndu að ógna úr skyndisóknum en við vissum svosem að leikmyndin yrði þannig. Svo komum við út í seinni hálfleikinn og ætluðum að herja betur á þá enn meira og það gekk vel. Við fengum mjög góð færi til að skora mörk, skoruðum ekki og þess vegna erum við með núll stig. Það er bara þannig," sagði Fúsi en nánar er rætt við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Eftir þrjá leiki í Lengjudeildinni hefur Leiknir unnið einn leik en tapað tveimur á meðan Þór hefur unnið tvo og tapað einum. Þórsarar heimsækja Fjölni í næsta deildarleik sínum á meðan Leiknir fær ÍA í heimsókn.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |