Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. maí 2023 10:21
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gæti Gylfi orðið samherji Arons með Al-Arabi?
Aron Einar og Gylfi í landsleik.
Aron Einar og Gylfi í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekkert gefið út um það hvort hann ætli að taka fótboltaskóna fram að nýju. Einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að hann gæti farið að æfa með sínu uppeldisfélagi, FH.

Þá hefur verið rætt um möguleika á því að hann spili á Arabíuskaganum og verði jafnvel samherji Arons Einars Gunnarssonar hjá Al-Arabi í Katar.

Aron var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net og var spurður út í möguleika á því að Gylfi yrði samherji hans.

„Ég ætla að segja sem minnst. Ég ætla að leyfa Gylfa að opna á þessa umræðu þegar hann vill það. Ég ætla ekki að vera að blaðra eitthvað. Þetta verður bara að koma í ljós, hann verður að opna á það sjálfur hvort hann byrji og hvenær," segir Aron.

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hefur sagt að endurkoma í landsliðið sé opin fyrir Gylfa ef hann endurvekur fótboltaferilinn og Aron segir að dyrnar séu opnar.

„Dyrnar eru opnar, það er alltaf pláss fyrir alvöru gæði í okkar liði. Sama hvort það sé landsliðið eða Al-Arabi."

Í Katar er kvóti á erlenda leikmenn en Aron segir að tveir leikmenn séu að detta út á samningi hjá Al-Arabi sem eru útlendingar.
Útvarpsþátturinn - Fyrirliði Íslands
Athugasemdir
banner
banner