Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Sigursælir Víkingar fá erfiða áskorun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fara fram í 8. umferð Bestu deildar karla í dag en Víkingar fá gríðarlega erfiða áskorun er liðið heimsækir HK.

Víkingar fara í Kórinn klukkan 19:15. HK-ingar. sem eru nýliðar, hafa staðið í öllum liðunum í fyrstu sjö leikjunum og sýnt það að allir vegir eru færir.

Ekkert lið hefur tekið stig af Víkingum til þessa en það gæti breyst í kvöld. Breiðablik fær á meðan KA í heimsókn klukkan 17:00 og þá mætast Valur og Keflavík klukkan 19:15 á Hlíðarenda.

Þá eru þrír leikir í Lengjudeild karla. Selfoss mætir Fjölni og Grótta spilar við Vestra klukkan 14:00. Þróttur R. og Ægir eigast þá við klukkan 19:15.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiki dagsins.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 HK-Víkingur R. (Kórinn)
19:15 Valur-Keflavík (Origo völlurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Selfoss-Fjölnir (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Grótta-Vestri (Vivaldivöllurinn)
19:15 Þróttur R.-Ægir (AVIS völlurinn)

Lengjudeild kvenna
14:30 Víkingur R.-FHL (Víkingsvöllur)

2. deild karla
13:00 KFA-KV (Fjarðabyggðarhöllin)
15:00 KFG-Höttur/Huginn (Samsungvöllurinn)
16:00 KF-ÍR (Ólafsfjarðarvöllur)

2. deild kvenna
16:00 Völsungur-ÍH (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 Einherji-Sindri (Vopnafjarðarvöllur)

5. deild karla - A-riðill
18:00 Reynir H-Álafoss (Ólafsvíkurvöllur)

5. deild karla - B-riðill
14:00 Smári-Spyrnir (Fagrilundur - gervigras)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner