Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 15:59
Aksentije Milisic
Lengjudeildin: Þrjú rauð spjöld þegar Fjölnir vann Selfoss - Jafnt á Nesinu
Lengjudeildin
Sigur hjá Fjölni.
Sigur hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri gerði jafntefli.
Vestri gerði jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla en spilað er í þriðju umferð deildarinnar.


Gott gengi Fjölnismanna heldur áfram en liðið er nú með sjö stig eftir þrjár umferðir. Fjölnir heimsótti Selfoss í dag og komst yfir með marki frá Hákon Inga Jónssyni. Eftir hálftímaleik jafnaði Guðmundur Tyrfingsson en Máni Austmann Hilmarsson kom Fjölni aftur yfir rétt fyrir leikhlé.

Þorlákur Breki fékk rautt spjald í liði Selfoss eftir 55 mínútna leik fyrir heimskulegt brot og svo fór Sigurvin Reynisson sömu leið hjá Fjölni þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Selfoss sótti í restina en náði ekki að jafna og því góð þrjú stig í hús hjá Fjölni.

Gonzalo Zamorano fékk rautt spjald undir blálokin í liði Selfoss en hann virtist þá hrækja á leikmann gestanna.

Þá mættust Grótta og Vestri í fjörugum leik þar sem Vestri komst tvisvar sinnum í forystu.  Aron Bjarki Jósepsson náði að bjarga stigi fyrir heimamenn seint í leiknum í spennandi leik á Nesinu.

Selfoss 1 - 2 Fjölnir
0-1 Hákon Ingi Jónsson ('24 )
1-1 Guðmundur Tyrfingsson ('30 )
1-2 Máni Austmann Hilmarsson ('45 )

Rauð spjöld: ,Þorlákur Breki Þ. Baxter, Selfoss ('55) Sigurvin Reynisson, Fjölnir ('83) Gonzalo Zamorano ('90)  href="https://www.fotbolti.net/game.php?action=view_game&id=5865" target="_blank">Lestu um leikinn

Grótta 2 - 2 Vestri
0-1 Mikkel Elbæk Jakobsen ('26 )
1-1 Ibrahima Balde ('35 , sjálfsmark)
1-2 Vladimir Tufegdzic ('63 )
2-2 Aron Bjarki Jósepsson ('83 )

Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner