Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool kynnir Mac Allister eftir tímabilið
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mun tilkynna kaupin á Alexis Mac Allister, leikmanni Brighton, eftir þetta tímabil. Þetta kemur fram á TyC Sports í Argentínu.

Mac Allister er í lykilhlutverki hjá Brighton og var það einnig er Argentína vann HM í Katar undir lok síðasta árs.

Argentínumaðurinn hefur þegar tekið ákvörðun um næsta skref ferilsins en hann mun ganga í raðir Liverpool eftir tímabilið.

Gastón Edul, blaðamaður hjá TyC Sports, heldur því fram að Mac Allister verði kynntur hjá Liverpool eftir að tímabilinu lýkur.

Hann mun að öllum líkindum kosta Liverpool um 70 milljónir punda en hann verður ekki eini miðjumaðurinn sem félagið ætlar að fá í glugganum.

Moises Caicedo, liðsfélagi Mac Allister, hefur einnig verið nefndur og Manuel Ugarte, leikmaður Sporting Lisbon.
Athugasemdir
banner
banner