Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. maí 2023 16:45
Aksentije Milisic
Segir að Lautaro geti gert gæfumuninn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Lautaro Martinez.
Lautaro Martinez.
Mynd: EPA

Inter Milan er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eins og flestir vita en mótherjar þeirra þar verður Manchester City. Ensku meistararnir eru að mörgum taldir miklu líklegri til að hampa þeim stóra en í fótboltanum er ekkert gefins.


Massimo Moratti, fyrrverandi forseti Inter, segir að Argentínumaðurinn Lautaro Martinez geti gert gæfumuninn í úrslitaleiknum.

„Það væri frábær ef Lautaro gæti gert það sama og Diego Milito gerði í úrslitaleiknum gegn Bayern Munchen árið 2010. Það væri fullkomið og fótboltinn gefur þér þessa hluti. Lautaro er með karakterinn, gæðin og getuna til að hjálpa Inter að vinna leikinn,” sagði Moratti.

„Annar sem er risa stór karakter í þessu liði er Nicolo Barella. Hann er einn af þeim sem hefur spilað frábærlega allt tímabilið, líka þegar Inter var að fara í gegnum erfiða tíma.”

Þetta er í fyrsta skiptið sem Inter kemst í úrslitaleikinn frá því að liðið vann þrennuna undir stjórn Jose Mourinho árið 2010. Liðið kom mörgum á óvart og komst upp úr riðli sínum þar sem lið á borð við Barcelona og Bayern Munchen voru í. Inter vann síðan Porto, Benfica og AC Milan á leið sinni til Istanbul.


Athugasemdir
banner
banner