Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. maí 2023 10:01
Elvar Geir Magnússon
Útskýra af hverju mark Gakpo var dæmt af
Cody Gakpo skoraði en markið var dæmt af.
Cody Gakpo skoraði en markið var dæmt af.
Mynd: Getty Images
Vonir Liverpool um Meistaradeildarsæti eru nánast að engu orðnar eftir 1-1 jafntefli gegn Aston Villa. Vararmaðurinn Roberto Firmino jafnaði fyrir Liverpool seint í leiknum en áður en að því kom hafði mark verið dæmt af Cody Gakpo.

Gakpo skoraði af stuttu færi en dæmd var rangstaða í aðdragandanum. Skalli Luis Díaz breytti um stefnu af Ezri Konsa, varnarmanni Aston Villa, og fór til Virgil van Dijk sem hafði verið í rangstöðu þegar fyrirgjöfin kom frá Trent Alexander-Arnold.

Van Dijk kom svo boltanum í hættusvæði áður en Gakpo skoraði.

John Brooks dómari var kallaður í VAR skjáinn, eitthvað sem er óvanalegt í rangstöðuákvörðunum. Eftir að hafa skoðað atvikið gaumgæfilega dæmdi hann markið af.

Enska úrvalsdeildin hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu til að skýra út hvaða ákvörðun var tekin. Staðfest er að markið var dæmd af þar sem dómarinn mat það sem svo að Konsa hafi ekki leikið boltanum viljandi, heldur hafi hann einfaldlega hrokkið af honum.

Ef Brooks dómari hefði metið það sem svo að Konsa hefði vísvitandi verið að leika boltanum hefði Van Dijk ekki verið dæmdur rangstæður og markið fengið að standa.


Athugasemdir
banner
banner
banner