Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 21. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að fara frá Bournemouth
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Lloyd Kelly mun yfirgefa Bournemouth þegar samningur hans rennur út í sumar.

Kelly er 25 ára gamall og uppalinn í Bristol en síðustu fimm ár hefur hann spilað með Bournemouth.

Varnarmaðurinn, sem á 19 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands, hefur tilkynnt Bournemouth að þetta verði hans síðasta tímabil með liðinu.

Newcastle United er sagt leiða kapphlaupið um hann en Kelly er sagður efstur á blaði.

Kelly var valinn í lið ársins tímabilið 2021-2022 er liðið komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner