Sandra María Jessen og liðsfélagar hennar í Bayer Leverkusen unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Sandra María spilaði allan leikinn fyrir Bayer Leverkusen sem vann 3-1 sigur á Köln á heimavelli.
Er þetta gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Leverkusen sem er í níunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti þegar einn leikur er eftir. Þessi sigur gerir mikið fyrir liðið og eru líkurnar góðar á því að það verði áfram í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sandra María hefur talað um að hún vilji vera áfram hjá félaginu.
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg sem gerði markalaust jafntefli við Bayern München. Wolfsburg er nú þegar búið að tryggja sér titilinn, en Sara er á förum frá félaginu eftir leiktíðina.
Athugasemdir