Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 15:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Póllands og Austurríkis: Arnautovic kemur inn en Lewandowski á bekknum
Arnautovic leiðir línuna hjá Austurríki.
Arnautovic leiðir línuna hjá Austurríki.
Mynd: EPA
Klukkan 16:00 hefst annar leikur dagsins á EM. Það er viðureign Póllands og Austurríkis sem spila í D-riðli. Seinni leikur riðilsins fer svo fram í kvöld þegar Frakkar mæta Hollendingum.

Pólland tapaði gegn Hollandi í fyrstu umferð og Austurríki tapaði gegn Frakklandi.

Fjórar breytingar eru á pólska liðinu. Pawel Dawidowicz, Krzysztof Piatek, Jakub Piotrowski og Bartosza Slisz koma inn en Robert Lewandowski er áfram á bekknum. Hann var ekki leikfær gegn Hollendingum en ætti að geta spilað í dag.

Þrjár breytingar eru á liði Austturíkis og koma þar inn nýir miðverðir. Philipp Lienhart og Gernot Trauner byrja í hjarta varnarinnar og Marko Arnautovic kemur inn í framlínuna.

Pólland: Szczesny; Bednarek, Kiwior, Dawidowicz, Frankowski, Piotrowski, Zielinski, Slisz, Zalewski, Buksa, Piatek.

Austurríki: Pentz; Posch, Lienhart, Trauner, Mwene; Seiwald, Grillitsch; Laimer, Baumgartner, Sabitzer, Arnautovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner