Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 21. júní 2024 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Endurkoma hjá Úkraínu - Gríðarlega spennandi riðill
Úkraína fagnar sigurmarki sínu.
Úkraína fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: EPA
Slóvakía 1 - 2 Úkraína
1-0 Ivan Schranz ('17 )
1-1 Mykola Shaparenko ('54 )
1-2 Roman Yaremchuk ('80 )

Roman Yaremchuk var hetja Úkraínu þegar liðið vann endurkomusigur gegn Slóvakíu í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu.

Það voru Slóvakar sem tóku forystuna eftir 17 mínútna leik er Ivan Schranz skoraði. Slóvakía byrjaði mótið á óvæntum sigri og þarna hugsaði fólk örugglega hvort þeir yrðu með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

En annað kom á daginn. Úkraínumenn mættu vel gíraðir í seinni hálfleikinn og jafnaði Mykola Shaparenko metin með góðu marki eftir flotta sókn.

Varamaðurinn Yaremchuk, sem er á mála hjá Valencia, gerði svo sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Markið var algjörlega stórkostlegt en Yaremchuk fékk langan bolta inn fyrir og tók frábærlega á móti honum áður en hann kláraði.

Slóvakía náði ekki að jafna metin og lokatölur 2-1 fyrir Úkraínu sem er núna með þrjú stig eftir vont tap gegn Rúmeníu í fyrsta leik. Möguleiki er að öll liðin í riðlinum verði með þrjú stig eftir tvo leiki þegar leikur Belgíu og Rúmeníu er búinn á morgun.




Athugasemdir
banner