Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 21. júlí 2020 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már: Ef eitthvað lið átti að vinna þá vorum það við
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding sótti stig suður með sjó í
Grindavík þegar liðið heimsótti Grindavík á Grindavíkurvelli í kvöld en lokatölur urðu 2-2,
Grindvíkingar komust yfir með marki eftir aðeins tvær mínútur en eftir það tók Afturelding öll völd á vellinum og uppskar jöfnunarmark eftir átta mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg færi tókst gestunum ekki að bæta við og hálfleikstölur því 1-1. Heimamenn bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og stýrðu leiknum lengst af í síðari hálfleik og uppskáru mark á 66. mínútu þegar Stefán Ingi Sigurðarson skoraði snoturt mark. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en þurftu að bíða fram í uppbótartíma eftir jöfnunarmarkinu sem Jason Daði Svanþórsson skoraði eftir mistök Stefáns sem tapaði boltanum á slæmum stað.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Afturelding

„Við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengum mörg góð færi og byrjum seinni hálfleikinn allt í lagi fyrstu mínúturnar en þá kom smá down kafli hjá okkur í tuttugu mínútur sem að gerði það verkum að þeir komust yfir en eftir það var baráttan hjá strákunum til fyrirmyndar. Við jöfnuðum verðskuldað og ef eitthvað lið átti að vinna þetta í lokin þá voru það klárlega við. Við sóttum grimmt í lokin og áttum jafnvel að taka öll þrjú stigin.“
Sagði Magnúns Már Einarsson þjálfari Aftureldingar um leikinn.

Eins og Magnús sagði stýrði Afturelding leiknum framan af leik og fannst fréttaritara oft á tíðum það vera auðvelt hjá þeim að opna stór svæði í Grindavíkurliðinu til að sækja í. Var Magnús búinn að kortleggja Grindavíkurliðið vel?

„Já við vorum búnir að gera það og strákarnir fóru eftir því plani og það gekk vel en við hefðum átt að skora fleiri mörk og þetta er svona súrsætt stig ef eitthvað lið átti að vinna þennan fótboltaleik þá var það Afturelding. Miklu fleiri færi sem við fengum heilt yfir í leiknum og mér fannst við vera að sækja sigurinn í lokin öllu meira en þeir.“

Gísli Martin Sigurðsson þurfti að fara af velli eftir tæplega klukkustundarleik og var eftir því sem fréttaritari heyrði á leið uppá sjúkrahús eftir leik. Hvað kom fyrir hjá honum og hvernig lítur það út?

„Hann fékk eitthvað högg þegar hann fór upp í skallabolta á hnéð. Hann hefur staðið sig mjög vel með okkur í sumar og þetta lítur illa út, það verður bara að viðurkennast. Hann fer í nánari skoðun og þá kemur þetta í ljós. Hann var að glíma við hnémeiðsli í vetur og var frá í nokkra mánuði svo þetta lítur ekki vel út en við skulum vona það besta og að við sjáum hann aftur á vellinum í sumar. “

Sagði Magnús Már en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir