Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 21. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Bogle til Leeds fyrir fimm milljónir punda (Staðfest)
Mynd: Leeds
Leeds United hefur staðfest kaupin á Jayden Bogle fyrir fimm milljónir punda en hann kemur til félagsins frá Sheffield United.

Bogle er 23 ára gamall bakvörður sem spilaði 34 leiki með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þar að auki gerði hann þrjú mörk er liðið féll aftur niður í B-deildina.

Leeds hefur nú fest kaup á honum fyrir fimm milljónir punda en samningur Bogle er til fjögurra ára.

Leeds var hársbreidd frá því að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir Southampton, 1-0, í úrslitaleik umspilsins.


Athugasemdir
banner