Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Jóhannes Karl: Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
   sun 21. júlí 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Fylki á Samsungvellinum í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri hluta töflunnar. Það var þolinmæðisverk en Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Frábær leikur. Mér fannst við spila vel bæði sóknarlega og varnarlega. Það var gott jafnvægi í liðinu og ég er bara virkilega ánægður. Mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Við vissum að þeir myndu ekki koma og pressa okkur og þeir eru þéttir og myndu bíða eftir að fá boltann frá okkur og örugglega helst klaufalega. Við gerðum það í nokkru skipti í leiknum sem er ekki klókt og við þurfum aðeins að passa upp á það. Við spiluðum nokkrum sinnum upp í hendurnar á þeim."

„Við ræddum það fyrir leik og við ræddum það í hálfleik að halda fókus og vera þolinmóðir en halda líka tempói og vissum að það var það sem þyrfti og auðvitað vissum við að við hefðum það sem þyrfti til þess að klára það."

Stjörnumenn eru að spila í Evrópukeppni og stutt á milli leikja en það var ekki að sjá neina Evrópuþynnku í kvöld.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda tempói og vera sharp. Það skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild við viljum bara halda áfram að verða betri og það er búið að vera mjög mikill stígandi hjá okkur undanfarið í nokkrum leikjum sem við erun ánægðir með og það verður bara að halda áfram í hverjum einasta leik. Það verður auðvelt að gíra menn upp á fimmtudaginn en svo kemur leikur á sunnudaginn þar sem við þurfum að vera klárir aftur í svona frammistöðu."

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan. 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner