Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 12:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir enska sambandinu að ráða Lampard eða Gerrard
Steven Gerrard og Frank Lampard í leik með enska landsliðinu á sínum tíma
Steven Gerrard og Frank Lampard í leik með enska landsliðinu á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp
Harry Redknapp
Mynd: Getty Images

Harry Redknapp fyrrum stjóri í ensku úrvalsdeildinni segir að enska fótboltasambandið eigi að ráða annað hvort Steven Gerrard eða Frank Lampard sem næsta landsliðsþjálfara.


England tapaði úrslitaleiknum á EM gegn Spáni og Gareth Southgate sagði upp í kjölfarið.

Eddie Howe, stjóri Newcastle og Graham Potter fyrrum stjóri Brighton og Chelsea eru sagðir efstir á blaði hjá enska sambandinu sem ætlar sér að ráða nýjan þjálfara fyrir næsta leik liðsins sem er gegn Írum undir stjórn Heimis Hallgrímssonar en hann fer fram 7. september.

Gerrard og Lampard spiluðu báðir rúmlega 100 landsleiki fyrir England en þeim hefur ekki tekist að sanna sig sem stjórar eftir að skórnir fóru á hilluna.

„Ég efast um að margir séu sammála mér þegar ég segi að sambandið ætti að íhuga Steven Gerrard eða Frank Lampard sem næsta landsliðsþjálfara. Báðir geta unnið gott starf en þeir fá líka ekki einu sinni símtal," skrifaði Redknapp í grein á The Sun.

„Leikmennirnir myndu elska það. Þeir væru örvæntingafullir að spila fyrir þá. Það væri ekkert nema virðing hvort sem það væri Lampard eða Gerrard. Eru þeir útilokaðir af því þeir hafa klikkað annars staðar? Það verða ekki margir stjórar eftir áður en langt um líður."


Athugasemdir
banner
banner