Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 09:19
Magnús Már Einarsson
Neville vill að fótboltamenn sniðgangi samfélagsmiðla
Phil Neville.
Phil Neville.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, landsliðsþjálfari kvenna hjá Englandi, vill að leikmenn sniðgangi samfélagsmiðla í sex mánuði til að senda kröftug skilaboð um að kynþáttafordómar eigi ekki að líðast.

Paul Pogba og Tammy Abraham hafa báðir orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum umdanfarna daga.

„Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða sem fótboltasamfélag. Ég hef lent í þessu með leikmenn á samfélagsmiðlum og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og Championship hafa lent í þessu," sagði Neville.

„Ég íhuga hvort við sem fótboltasamfélag ættum að hætta á samfélagsmiðlum því Twitter gerir ekkert í þessu, Instagram gerir ekkert í þessu. Þeir senda þér tölvupóst um að þeir rannsaki málið en ekkert gerist."

„Ég hef misst alla trú á þeim sem stjórna þessum samfélagsmiðlum svo sendum kröftug skilaboð: Hættum á samfélagsmiðlum í sex mánuði. Sjáum hvaða áhrif það hefur á fyrirtæki sem eru með samfélagsmiðla."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner