Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. ágúst 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Valur mögulega ekki sungið sitt síðasta - „Heldur manni gangandi að það sé séns"
Gæti mögulega snúið aftur á völlinn.
Gæti mögulega snúið aftur á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson segir í dag frá 'Hinni hliðinni' sinni hér á Fótbolti.net. Helgi segir þar frá ýmsum skemmtilegum hlutum.

Helgi, sem er 39 ára gamall, hafði leikið fyrstu tvo deildarleiki Fylkis i sumar áður en hann fjórbrotnaði á fæti í þriðju umferð í leik gegn Gróttu.

Helgi sagði eftifarandi við mbl.is þann 30. júní: „Það eru mikl­ar lík­ur á því að þetta hafi verið síðasti leik­ur­inn [á ferlinum] já. Ég er ekki að svekkja mig of mikið á þessu núna. Ég hef sloppið vel frá meiðslum yfir fer­il­inn þannig að kannski átti maður þetta bara hálfpart­inn inni."

Gæti hugsanlega náð einhverjum mínútum
Fréttaritari spurði Helga út í stöðuna á bataferlinu við uppsetningu á 'Hinni hliðinni' í dag.

„Hún er bara nokkuð góð. Ég get labbað án þess að vera með hækjur og kominn á fullt í endurhæfingu að reyna að ná upp vöðvamassanum sem tapaðist. Ef nokkrum leikjum yrði frestað í viðbót þá gæti ég hugsanlega náð einhverjum mínútum," sagði Helgi og bætti við:

„Maður veit svo ekkert hvernig verður þegar ég prófa að sparka aftur en það heldur manni gangandi að það sé séns."

Alveg séns ef hann nær sér góðum
Telur Helgi líkur á því að hann muni taka þátt í tímabilinu 2021 ef tilfinningin að sparka í bolta er í lagi þegar kemur að því að æfa með bolta?

„Ef ég næ mér alveg góðum fyrir jól þá er það alveg séns en bara ef ég næ mér það góðum að ég telji mig eiga eitthvað erindi í liðið," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner