Helgi Valur er margreyndur landsliðsmaður (33 landsleikir) sem uppalinn er hjá Fylki. Hann lék sinn fyrsta leik í deild sumarið 1998 og hélt í kjölfarið til Peterborough á Englandi. Á sínum ferli lék hann með Östers, Elfsbog og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Belenenses í Portúgal og AGF í Danmörku.
Eftir að tímabilinu í Damörku lauk sumarið 2015 lagði Helgi skóna á hilluna en tók þá af henni fyrir sumarið 2018 og hóf að leika með uppeldisfélagi sínu. Helgi lék þrettán deildarleiki það sumarið, tuttugu í fyrra og hafði leikið fyrstu tvo deildarleikina í sumar áður en hann fjórbrotnaði á fæti í þriðju umferð gegn Gróttu. Helgi leikur því ekki meira með Fylki í sumar. Í dag segir miðjumaðurinn frá hinni hliðinni sinni.
Sjá einnig:
Helgi Valur mögulega ekki sungið sitt síðasta - „Heldur manni gangandi að það sé séns"
Eftir að tímabilinu í Damörku lauk sumarið 2015 lagði Helgi skóna á hilluna en tók þá af henni fyrir sumarið 2018 og hóf að leika með uppeldisfélagi sínu. Helgi lék þrettán deildarleiki það sumarið, tuttugu í fyrra og hafði leikið fyrstu tvo deildarleikina í sumar áður en hann fjórbrotnaði á fæti í þriðju umferð gegn Gróttu. Helgi leikur því ekki meira með Fylki í sumar. Í dag segir miðjumaðurinn frá hinni hliðinni sinni.
Sjá einnig:
Helgi Valur mögulega ekki sungið sitt síðasta - „Heldur manni gangandi að það sé séns"
Fullt nafn: Helgi Valur Daníelsson
Gælunafn: Er oft kallaður Helgi töff eða Helgs af enskumælandi vinum
Aldur: 39 ára
Hjúskaparstaða: Giftur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 1997
Uppáhalds drykkur: svart kaffi
Uppáhalds matsölustaður: Ölverk Pizzeria, Hveragerði
Hvernig bíl áttu: Nissan Qashqai
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Line of Duty. Er núna að horfa á Cougar Town með konunni, dont @ me
Uppáhalds tónlistarmaður: Meshuggah og Nile
Fyndnasti Íslendingurinn: Þorsteinn Guðmundsson
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: fæ mér aldrei bragðaref en tek stóran í brauðformi með dýfu og rice krispies
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Kæri viðskiptavinur. Mikilvæg skilaboð frá Veitum. Heitavatnslaust verður í þínu hverfi í næstu viku. Sjá nánar á www.veitur.is
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Cambridge United
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Gerrard, Zlatan
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Magnus Haglund hjá Elfsborg
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: allir litlir teknískir miðjumenn finnst mér óþolandi
Sætasti sigurinn: Unnum CSKA Moskva á útivelli og komumst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með AIK 2012
Mestu vonbrigðin: að fótbrotna fyrr í sumar er ferskt í minni og svo féll ég niður um deild þrisvar sinnum og hef heldur aldrei unnið titil í meistaraflokki. Ég gæti haldið áfram...
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gísla Eyjólfs
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann og minn maður Valdimar Þór
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daði Ólafs, en hann gerir sér bara ekki grein fyrir því sjálfur
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: ég pæli voða lítið í útliti knattspyrnukvenna
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Zinedine Zidane
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Arnór Borg heyrist mér vera iðinn við kolann
Uppáhalds staður á Íslandi: Siglufjörður og úti í Atlandshafinu á brimbretti
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar ég var tekinn útaf í hálfleik á móti Sviss og við tók einn besti seinni hálfleikur landsliðsins í manna minnum. Ekki skemmtilegt fyrir mig en geggjað fyrir alla aðra Íslendinga
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: kyssi konuna góða nótt
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist með öllum World Surf League keppnum, helst big wave keppnum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: bara þeim sem ég finn í klefanum
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: var slakur í dönsku og sundi
Vandræðalegasta augnablik: að segja Helga Sig að ég hefði meiðst á fyrstu æfingunni minni með Fylki, eftir að hafa tekið skóna af hillunni, og að viðurkenna fyrir knattspyrnusamfélaginu að ég horfi á Cougar Town
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Óla Skúla, Kára Árna og Sölva Ottesen. Við myndum kannski ekki komast af eyjunni en það væri allavega góð stemning þangað til menn myndu missa sig í örvæntingu og pirring á stöðunni
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég varð fyrsti íslandsmeistarinn í hacky sack
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég þekkti nú Arnar Darra aðeins áður en hann kom í Fylki en hann er mikill meistari og með enn betri tónlistarsmekk. Þegar hann roastaði allt liðið í nýliðavígslunni fer í sögubækurnar
Hverju laugstu síðast: að ég væri orðinn fínn í fætinum
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hita upp
Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Næst þegar ég fer í klippingu ætla ég að spyrja hárgreiðsludömuna hvort þetta sé ekki bara komið gott og best væri fyrir alla að krúnuraka mig bara
Athugasemdir