Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Gylfi verstur - Foulquier fékk 1
Bernardo Silva átti fullkominn leik
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson þótti verstur á vellinum er Everton tapaði 0-2 fyrir Sheffield United í enska boltanum í dag.

Gylfi fékk aðeins 3 í einkunn frá Sky Sports fyrir frammistöðu sína og velta enskir fjölmiðlar því fyrir sér hversu lengi hann getur haldið byrjunarliðssæti sínu. Hann hefur ekki verið góður á upphafi tímabils.

Moise Kean fékk 4 fyrir sinn þátt rétt eins og Morgan Schneiderlin. Josh Egan, leikmaður Sheffield, var maður leiksins með 8 í einkunn.

Einu leikmennirnir sem fengu lægri einkunn heldur en Gylfi í dag voru leikmenn Watford, sem töpuðu 8-0 gegn Englandsmeisturum Manchester City.

Það er ekki oft sem hæsta eða lægsta einkunn fær að líta dagsins ljós en það gerðist í dag. Dimitri Foulquier var langverstur og fékk 1 í einkunn fyrir sinn þátt. Hann spilaði aðeins 33 fyrstu mínútur leiksins.

Bernardo Silva skoraði þrennu og fékk hæstu einkunn ásamt Kevin De Bruyne. Þeir voru óaðfinnanlegir í dag og fundu varnarmenn Watford engin svör.

De Bruyne lagði upp tvö og skoraði eitt sjálfur. Hann hefði hæglega getað lagt fleiri upp ef færanýting samherjanna hefði verið betri.

Everton: Pickford (6), Digne (6), Coleman (5), Mina (5), Keane (5), Delph (5), Schneiderlin (4), Richarlison (5), Bernard (5), Sigurdsson (3), Kean (4).
Varamenn: Walcott (5), Tosun (5), Iwobi (5).

Sheffield Utd: Henderson (7), Baldock (7), Stevens (8), O'Connell (8), Basham (8), Egan (8), Fleck (7), Lundstram (8), Norwood (7), Robinson (6), McBurnie (7).
Varamenn: Jagielka (7), Mousset (7)



Man City: Ederson (8), Walker (8), Otamendi (8), Fernandinho (9), Mendy (8), Rodri (8), Mahrez (9), De Bruyne (10), D. Silva (9), B. Silva (10), Aguero (9).
Varamenn: Garcia (7), Cancelo (7), Angelino (7)

Watford: Foster (3), Foulquier (1), Dawson (4), Mariappa (3), Holebas (3), Femenia (3), Doucoure (3), Capoue (3), Hughes (3), Cleverley (3), Deulofeu (4).
Varamenn: Pereyra (4), Sarr (4), Gray (4).



Burnley: Pope (7), Lowton (7), Mee (7), Tarkowski (6), Pieters (6), Hendrick (7), Westwood (8), Cork (7), McNeil (7), Wood (8), Barnes (7).
Varamenn: Lennon (6), Rodriguez (6)

Norwich: Krul (6), Byram (6), Godfrey (6), Amadou (5), Lewis (7), Tettey (5), McLean (6), Buendia (7), Stepermann (6), Cantwell (6), Pukki (6).
Varamenn: Leitner (7), Drmic (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner