Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   lau 21. september 2019 19:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Pétur Theódór: Geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í
15 marka maður í sumar
15 marka maður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Pétur Theódór Árnason var í sjöunda himni eftir að hafa tryggt sæti í Pepsi-Max deildinni á næsta tímabili eftir sigur Gróttu á Haukum í dag 4-0 í lokaumferð Inkasso deildar karla. Pétur deilir gullskónum í Inkasso með Helga Guðjónssyni leikmanni Fram en báðir skoruðu þeir 15 mörk og spiluðu báðir alla 22 leiki tímabilsins.

"Ólýsanlegt, þetta er bara geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í, markmiðið var ekki að fara upp um deild en ég meina við tókum bara einn leik í einu og vildum bara sjá hvert það myndi koma okkur, við vorum svo komnir í þessa stöðu fyrir þennan síðasta leik og svo reyndum við bara að stefna á að klára þetta" Sagði Pétur beint eftir sigurleikinn

Pétur var spurður út í markaskorun hans í sumar og hvort hann hefði verið með markmið í markaskorun og hafði Pétur þetta að segja " Í rauninni ekki nei, bara nýta mín færi þegar ég fæ þau, erum búnir að fá fullt af færum og ég verð bara að vera ready"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Pétur var stórorður þegar spurt var út í hvort hann ætlaði ekki örugglega að taka slaginn með Gróttu í Pepsi-Max næsta tímabil. "Jú algjörlega, við erum bara rétt að byrja"

Pétur verið stórkostlegur í sumar og verið potturinn og pannan í sóknarleik Gróttu þetta tímabilið með 15 mörk í 22 leikjum. Spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner