Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 21. september 2019 19:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Pétur Theódór: Geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í
15 marka maður í sumar
15 marka maður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Pétur Theódór Árnason var í sjöunda himni eftir að hafa tryggt sæti í Pepsi-Max deildinni á næsta tímabili eftir sigur Gróttu á Haukum í dag 4-0 í lokaumferð Inkasso deildar karla. Pétur deilir gullskónum í Inkasso með Helga Guðjónssyni leikmanni Fram en báðir skoruðu þeir 15 mörk og spiluðu báðir alla 22 leiki tímabilsins.

"Ólýsanlegt, þetta er bara geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í, markmiðið var ekki að fara upp um deild en ég meina við tókum bara einn leik í einu og vildum bara sjá hvert það myndi koma okkur, við vorum svo komnir í þessa stöðu fyrir þennan síðasta leik og svo reyndum við bara að stefna á að klára þetta" Sagði Pétur beint eftir sigurleikinn

Pétur var spurður út í markaskorun hans í sumar og hvort hann hefði verið með markmið í markaskorun og hafði Pétur þetta að segja " Í rauninni ekki nei, bara nýta mín færi þegar ég fæ þau, erum búnir að fá fullt af færum og ég verð bara að vera ready"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Pétur var stórorður þegar spurt var út í hvort hann ætlaði ekki örugglega að taka slaginn með Gróttu í Pepsi-Max næsta tímabil. "Jú algjörlega, við erum bara rétt að byrja"

Pétur verið stórkostlegur í sumar og verið potturinn og pannan í sóknarleik Gróttu þetta tímabilið með 15 mörk í 22 leikjum. Spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner