Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 21. september 2019 19:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Pétur Theódór: Geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í
15 marka maður í sumar
15 marka maður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Pétur Theódór Árnason var í sjöunda himni eftir að hafa tryggt sæti í Pepsi-Max deildinni á næsta tímabili eftir sigur Gróttu á Haukum í dag 4-0 í lokaumferð Inkasso deildar karla. Pétur deilir gullskónum í Inkasso með Helga Guðjónssyni leikmanni Fram en báðir skoruðu þeir 15 mörk og spiluðu báðir alla 22 leiki tímabilsins.

"Ólýsanlegt, þetta er bara geggjaðasta tímabil sem ég hef tekið þátt í, markmiðið var ekki að fara upp um deild en ég meina við tókum bara einn leik í einu og vildum bara sjá hvert það myndi koma okkur, við vorum svo komnir í þessa stöðu fyrir þennan síðasta leik og svo reyndum við bara að stefna á að klára þetta" Sagði Pétur beint eftir sigurleikinn

Pétur var spurður út í markaskorun hans í sumar og hvort hann hefði verið með markmið í markaskorun og hafði Pétur þetta að segja " Í rauninni ekki nei, bara nýta mín færi þegar ég fæ þau, erum búnir að fá fullt af færum og ég verð bara að vera ready"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Pétur var stórorður þegar spurt var út í hvort hann ætlaði ekki örugglega að taka slaginn með Gróttu í Pepsi-Max næsta tímabil. "Jú algjörlega, við erum bara rétt að byrja"

Pétur verið stórkostlegur í sumar og verið potturinn og pannan í sóknarleik Gróttu þetta tímabilið með 15 mörk í 22 leikjum. Spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner