Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 21. umferðar - Víkingar fóru í bílstjórasætið
Pétur Viðarsson fagnar sigurmarkinu gegn Breiðabliki.
Pétur Viðarsson fagnar sigurmarkinu gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst síðasta umferð Pepsi Max-deildarinnar var leikin á sunnudag og mánudag. Það voru ótrúlegar senur í umferðinni en Víkingur komst á toppinn eftir dramatískan 2-1 útisigur gegn KR.

Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu í uppbótartíma, eftir að Helgi Guðjónsson hafði komið Víkingum yfir. Þeir tveir eru í liði umferðarinnar og þjálfarinn er Arnar Gunnlaugsson sem er einum leik frá því að gera Víkinga að Íslandsmeisturum.

Theodór Elmar Bjarnason var besti leikmaður KR og er í úrvalsliðinu.

Breiðablik missteig sig í Hafnarfirði, tapaði 1-0 þar sem Pétur Viðarsson skoraði sigurmarkið. Pétur er í liði umferðarinnar og einnig hinn ungi Baldur Logi Guðlaugsson.



Mark Gundelach átti þrjár stoðsendingar þegar KA vann glæsilegan 4-1 útisigur gegn Val. Magnús Þór Magnússon var maður leiksins þegar Keflavík vann Leikni. Hann var einnig maður leiksins þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni.

HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni. Guðmundur Þór Júlíusson og Valgeir Valgeirsson eru í úrvalsliðinu en sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið í leiknum. Það mark gerði að verkum að Fylkismenn eru formlega fallnir.

Fylkir hafði tapað illa 5-0 gegn ÍA en Ísak Snær Þorvaldsson og Gísli Laxdal Unnarsson eru fulltrúar Skagamanna í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 20. umferðar
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Innkastið - Lokasprettur sem er bannaður börnum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner