Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 30. ágúst 2021 19:25
Elvar Geir Magnússon
Lið 19. umferðar - Fimm Blikar
Höskuldur Gunnlaugsson var maður leiksins gegn Fylki.
Höskuldur Gunnlaugsson var maður leiksins gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk í sigri gegn Leikni.
Kristinn Jónsson kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk í sigri gegn Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson markvörður Víkings.
Ingvar Jónsson markvörður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðabliki halda engin bönd en liðið trónir á toppi Pepsi Max-deildarinnar og vann ótrúlegan 7-0 útisigur gegn Fylki. Blikar eiga fjóra leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar auk þess sem Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar.

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í leiknum og var maður leiksins, Viktor Karl Einarsson skoraði eitt og lagði upp annað, Árni Vilhjálmsson komst á blað og Viktor Örn Margeirsson var traustur í vörninni.



Víkingar eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Blikum. Liðið vann torsóttan 2-1 útisigur gegn FH þar sem markvörðurinn Ingvar Jónsson var besti maður vallarins. Margir markverðir áttu flotta umferð en Ingvar hreppir sæti í úrvalsliðinu.

Kristall Máni Ingason er einnig í liðinu. Bjarni Aðalsteinsson kom KA á bragðið gegn ÍA og var maður leiksins í 3-0 sigri.

Valsmenn töpuðu fyrir Stjörnunni á Hlíðarenda þar sem Björn Berg Bryde skoraði sigurmark Garðbæinga auk þess að hafa átt flottan leik í vörninni. Sigurinn fór langt með að tryggja Stjörnunni áframhaldandi veru í deildinni.

KR vann 2-1 sigur gegn Leikni í stórskemmtilegum leik. Kristinn Jónsson kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk KR sem lenti undir í leiknum.

HK kom sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri gegn Keflavík í Kórnum. Stefan Ljubicic skoraði sigurmarkið auk þess sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær sæti í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner