Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. nóvember 2020 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Leó í sigurliði þriðja deildarleikinn í röð - Jökull spilaði í tapi
Daníel Leó Grétarsson í leik með Blackpool
Daníel Leó Grétarsson í leik með Blackpool
Mynd: Getty Images
Daníel Leó Grétarsson og félagar hans í Blackpool unnu Peterborough United, 2-1, í ensku C-deildinni í dag en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð

Grindvíkingurinn öflugi hefur tekist að festa sæti sitt í liðinu í síðustu leikjum en hann var í byrjunarliði Blackpool í fjórða sinn í dag.

Áhrif hans í liðinu virðast mikil en hann hefur unnið alla leiki sína til þessa, þrjá deildarleiki og einn bikarleik.

Hann var í hjarta varnarinnar í dag er liðið vann Peterborough 2-1 í þriðja deildarsigrinum í röð.

Blackpool er þar með komið upp í 14. sæti C-deildarinnar með 16 stig.

Jökull Andrésson stóð þá á milli stanganna er Exeter tapaði fyrir Oldham, 2-1, í ensku D-deildinni. Þetta var fyrsti tapleikur Jökuls með Exeter í deildinni en hann er á láni frá enska B-deildarliðinu Reading.

Exeter er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner