Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 21. desember 2022 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool að undirbúa risatilboð í Enzo
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er að undirbúa risatilboð í argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Enzo, sem er 21 árs gamall, var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM í Katar.

Þessi öflugi miðjumaður er á mála hjá Benfica í Portúgal en hann kom til félagsins í sumar frá River Plate.

Liverpool hefur mikinn áhuga á kappanum og er félagið reiðubúið að leggja fram risatilboð í kappann.

Mörg félög eru áhugasöm um að fá Enzo sem var eftirsóttur af ítölskum félögum í sumar en Benfica tókst að næla í hann fyrir 10 milljónir evra.

Benfica mun græða verulega á leikmanninum en félagið hefur sett 100 milljón evra verðmiða á miðjumanninn.
Athugasemdir
banner