Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   sun 21. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkumótið í dag - Heimamenn byrja gegn Kómoreyjum
Mynd: EPA
Opnunarleikur Afríkumótsins fer fram í dag þegar heimamenn í Marokkó spila við Kómoreyjar.

Hér er um sögulegan leik að ræða þar sem Kómoreyjar eru að taka þátt í lokakeppninni í fyrsta sinn í sögunni eftir undravert gengi í undankeppninni.

Afríkumótið verður sífellt gæðameira með hverju árinu enda hefur sést mikil aukning á fjárfestingum í afríska fótboltaheiminum á undanförnum árum og áratugum.

24 þjóðir taka þátt í Afríkumótinu í ár en þar má finna ýmsar stórþjóðir sem mistókst að tryggja sér sæti á lokamóti HM sem fer fram næsta sumar.

Leikur dagsins
19:00 Marokkó - Kómoreyjar
Athugasemdir
banner
banner