Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir afar skemmtilegan slag á milli Aston Villa og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Morgan Rogers var hetja heimamanna og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri. Hann er maður leiksins með 9 í einkunn hjá Sky.
Emiliano Martínez markvörður Villa var næstbestur á vellinum með 8 í einkunn enda hjálpuðu markvörslurnar hans liðinu að standa uppi sem sigurvegari.
Manuel Ugarte og Benjamin Sesko, leikmenn Man Utd, voru verstir á vellinum með 5 í einkunn.
Aston Villa: Martinez (8), Cash (6), Konsa (6), Lindelof (7), Maatsen (7), Onana (7), Kamara (6), Tielemans (6), McGinn (7), Rogers (9), Watkins (6).
Varamenn: Digne (6), Malen (6)
Man Utd: Lammens (7), Dalot (7), Yoro (6), Heaven (7), Shaw (6), Dorgu (7), Ugarte (5), Fernandes (6), Cunha (7), Mount (7), Sesko (5).
Varamenn: Martinez (6), Zirkzee (6), Fletcher (6)
Athugasemdir



