Hildur Antonsdóttir og stöllur í Madrid CFF eru komnar áfram í 8-liða úrslit spænska bikarsins eftir sigur gegn Eibar í dag.
Hildur var í byrjunarliðinu en hún spilaði 70 mínútur í 3-2 sigri. Madrid náði 3-1 forystu undir lokin en Eibar klóraði í bakkann í uppbótatíma.
Hildur var í byrjunarliðinu en hún spilaði 70 mínútur í 3-2 sigri. Madrid náði 3-1 forystu undir lokin en Eibar klóraði í bakkann í uppbótatíma.
Amanda Andradóttir spilaði seinni hálfleikinn þegar Twente gerði markalaust jafntefli gegn Hera United í hollensku deildinni. Twente er á toppnum með 23 stig, stigi á undan Ajax eftir níu umferðir.
Guðrún Arnardóttir var á bekknum en Ásdís Karen Halldórsdóttir var ekki í hópnum þegar Braga gerði markalaust jafntefli gegn Racing Power í portúgölsku deildinni. Braga er í 7. sæti með níu stig eftir átta umferðir.
Athugasemdir



